Sterkbyggður álgrunnurinn í White Line pottunum frá Eva Solo tryggir góða hitaleiðni. Pottarnir eru glerjaðir með keramík og eru þeir því mjög hitaþolnir og rispast einnig síður. White Line vörurnar ganga á allar tegundir helluborða – þar með talið spanhellur.
White Line vörurnar henta í hvers kyns almenna matseld, allt frá því að brúna kjöt til þess að sjóða pasta. Harður glerungurinn tryggir að auðvelt er að þrífa pönnurnar og pottana. Þá má einnig setja vörurnar í uppþvottavél. Því eru þessir pottar ákaflega hentugir í amstur hversdagsins.