H-320 safapressan er af nýjustu kynslóð “slowjuicer” véla sem þarf hvorki að skera niður hráefnið né ýta því í gegn. Þú einfaldlega fyllir könnuna af gómsætu grænmeti og/eða ávöxtum og setur í gang (opið er 13,6 cm að þvermáli). Í botni könnunnar er blað sem brytjar niður og leiðir hráefnið niður að sniglinum. Snigillinn sem pressar hráefnið snýst eingöngu 50 snúninga á mínútu, en kosturinn við hæga pressun er sú að næringarefnin haldast í safanum og úr verður minna hrat. Þá er líka bursti innan í sigtinu sem snýst 17 snúninga á mínútu og brýtur innihaldið enn frekar niður.
Það er bæði hægt að setja ávextina/grænmetið í könnuna og láta vélina vinna eða nota gatið á lokinu til þess að bæta við í safann smátt og smátt. Það er hægt að velja um tvo grófleika af sigtum, fínt eða gróft, eftir því hversu trefjamikill safinn á að vera.
Snúningshraði vélarinnar er 50 rpm og hún er 200W. Vélin getur pressað allt að 2000 ml hverju sinni og er auðvelt að taka hana í sundur og þrífa.
Safapressunni fylgja safaílát, fínt og gróft sigti, ílát fyrir hratið, bursti, uppskriftabók og leiðarvísir. Hurom veitir 10 ára ábyrgð á mótor.