M-100 safapressan-og blandarinn vann til Kitchen Innovation 2022 verðlaunanna fyrir bestu vöru að mati neytenda. Vélin er nýstárleg hönnun sem gefur þér almennilega “slowjuicer” safapressu og hraðan blandara.
Safapressan í M-100 er af nýjustu kynslóð “slowjuicer” véla sem þarf hvorki að skera niður hráefnið né ýta því í gegn. Þú einfaldlega fyllir könnuna af gómsætu grænmeti og/eða ávöxtum og setur í gang. Opið er 13,6 cm að þvermáli. Í botni könnunnar er blað sem brytjar niður og leiðir hráefnið niður að sniglinum. Snigillinn sem pressar hráefnið snýst eingöngu 50 snúninga á mínútu, en kosturinn við hæga pressun er sú að næringarefnin haldast í safanum og úr verður minna hrat. Það er bæði hægt að setja ávextina/grænmetið í könnu pressunnar og láta vélina vinna eða nota gatið á lokinu til þess að bæta við í safann smátt og smátt. Sigtið og snigillinn sjá til þess að hver dropi er nýttur.
Snúningshraði safapressunnar er 43/50 rpm og hún er 200W. Vélin getur pressað allt að 2000 ml hverju sinni og er auðvelt að taka hana í sundur og þrífa.
Snúningshraði blandaranns er 26500 rpm og er hann 1000W. Blandarinn er með fimm stillingar á borð við smoothie, “crush” og “soup”.
M-100 tækinu fylgir safaílát, fínt og gróft sigti, ílát fyrir hratið, bursti, uppskriftabók og leiðarvísir. Hurom veitir 10 ára ábyrgð á mótor.