Nú fæst þeytiskálin á Ankarsrum hrærivélar í stáli og passar á allar hrærivélar frá N1 til N30. Stálið gerir það að verkum að skálin þolir háan hita og er hún því kjörin fyrir t.d. ítalskan marengs.
Þeytarararnir og blöðruþeytarar sem fylgja öllum hrærivélunum passa í þessa þeytiskál og getur hún rúmað allt að 3,5 lítra. Mælieiningar er að finna innan á skálinni og silikonrönd á botni hennar sem heldur henni stöðugri á borði.
Mál skálarinnar eru: 22,2 × 25,5 × 18,9 cm.