Fróðleikur

Pappelina kynnir VERA 2.0 til leiks!

Klassíska Veru-hönnunin fagnar tuttugu ára afmæli í ár og í tilefni þess gefur Pappelina frá sér nýtt mynstur sem innblásin er af upprunalegu Verunni. Hér er Vera 2.0 með spennandi og frumlegu ívafi. Um er að ræða nýja kynslóð af mottum unnum úr furuolíu sem fellur til við pappírsframleiðslu í Svíþjóð.

Hvað er Biovyn™?

Í haust er VERA 2.0 kynnt til leiks - fyrsta plastmotta heims sem unnin er úr „Biovyn™“. Biovyn™ er PVC sem unnið er úr náttúrulegri og kolefnishlutlausri furuolíu. VERA 2.0 er aðeins til í tökmörkuðu upplagi en markmiðið er að innleiða og þróa hugmyndina enn frekar!

Biovyn™ er fyrsti PVC efniviðurinn sem unninn er úr náttúrulegri furuolíu. Olían er hliðarafurð sem fellur til við pappírsframleiðslu í Svíþjóð. Biovyn™ er ný kynslóð PVC-efna sem er 100% unnin úr endurnýtanlegum hráefnum.

Með þessu minnkar kolefnissporið um meira en 90% í samanburði við hefðbundið PVC.

Biovyn™ er mjög sjálfbær efniviður og verður hornsteinn í hraðvaxandi líf-og hringhagkerfinu. Biovyn™ er efniviður sem unninn er af Inovyn sem framleiða einning annað PVC efni sem Pappelina notast við.

Í ÁTT AÐ KOLEFNISHLUTLEYSI

Stefna Pappelinu hefur frá upphafi verið að innleiða endingargóða hönnun og framleiðslu. Þá skiptir miklu þau miklu máli að gefa sitt af mörkum í þágu líf-og hringhagkerfisins. Markmið hringhagkerfis er að draga úr sóun, að endurnýta og endurvinna auðlindir heimsins.

Pappelina kynnir því framlag sitt í átt að fullkomnu kolefnishlutleysi með stolti.

Þýðir það þá að Pappelinu mottur sem unnar eru úr PVC plasti eru ekki eins sjálfbærar? Kosturinn við hefðbundið PVC er að fótspor þess er tiltölulega stutt og efniviðurinn er endingargóður. Því getur Pappelinu mottan þín enst þér í áraraðir.

VERA 2.0