Fróðleikur

Nýjungar frá Ankarsrum

Ankarsrum hafa framleitt hrærivélar í meira en 80 ár. Þrátt fyrir háan aldur eru þau enn með puttann á púlsinum og hafa nú svarað kallinu um hrærivél í ljósum og rólegum lit. Nýja hrærivélin er beigelituð og kallast Harmony Beige. Hrærivélin er ekki eina viðbótin en nú er einnig hægt að fá þeytiskálina í stáli. Þeytiskálina (eða hræriskálina) er hægt að nýta í alls kyns bakstur eins og; þeyta egg (2-20 stk.) eða rjóma (1-8 dl). Hræra pönnukökudeig (0,5-2,5 l.) eða smákökudeig (1-3 skammta) nú eða hræra smjör, hvort sem það er við stofuhita eða bráðið.

HARMONY BEIGE


Hrærivélarnar frá Ankarsrum eiga til að vera í sterkum og áberandi litum. Því bjóða þau nú upp á nýjan lit sem er mildari en við höfum mátt venjast frá fyrirtækinu. Harmony Beige er er mildur ljósbrúnn litur sem passar inn í öll eldhús.

Beige liturinn kann að vera hlutlaus en hann er stílhreinn og grípur augað um leið.

Þessi blanda af hlýjunni úr brúnum og mýktinni frá hvítum kemur á fallegu jafnvægi í Harmony Beige litnum. Hann býður upp á afslappaðan blæ í notalega eldhúsið þitt.

ÞEYTISKÁL ÚR STÁLI



Í gegnum tíðina hafa margir kallað eftir þeytiskál úr stáli og hafa Ankarsrum nú um síðir svarað kallinu! Nýjasta viðbót Ankarsrum fylgihluta er hræriskál úr stáli sem verður vart skilvirkari. Stálskálin er hitaþolin og hana má setja í uppþvottavél.

Stálið gerir það að verkum að skálin þolir háan hita og er hún því kjörin fyrir til að mynda ítalskan marengs.

Þeytarararnir og blöðruþeytararnir sem fylgja öllum hrærivélunum passa í þessa þeytiskál og getur hún rúmað allt að 3,5 lítra. Stál þeytiskálin passar á allar Ankarsrum hrærivélar frá N1 til N30.